Norski olíusjóðurinn í mál gegn Volkswagen

259

Norski olíusjóðurinn ætlar að höfða mál gegn Volkswagen fyrir hönd Norðmanna vegna svindls bílaframleiðandans en VW setti búnað í dieselknúna bíla sína sem minnkaði útblástur vélanna við prófanir.

Í yfirlýsingu olíusjóðsins segir að stjórnendum hans hafi verið ráðlagt af lögfræðingum að höfða mál fyrir þýskum dómstólum. Þar ætlar sjóðurinn að taka þátt í hópmálsókn sem áformuð er gegn framleiðandanum.

Fjárfestingadeild Norges Bank er einn stærsti hluthafi olíusjóðsins. Bankinn á einnig hlut í Volkswagen og segir mikilvægt að hugsa vel um eignir sínar í fyrirtækinu.

Norski olíusjóðurinn er einn stærsti sjóður í heimi en eignir hans telja um 7 trilljónir norskra króna. Sjóðurinn á um 1,8% evrópskra hlutabréfa og er talinn stærsti hlutabréfaeigandi Evrópu.

Að sögn BBC hefur  Volkswagen laggt til hliðar um 16,2 milljarða evra, jafnvirði tæplega 2.300 milljarða króna, til að geta greitt sektir vegna svindlsins. Í apríl náði Volkswagen samkomulagi við bandarísk yfirvöld um að fyrirtækið greiddi umtalsverðar bætur og keypti bíla sína til baka.

HEIMILDRÚV
DEILA Á