Nismo S14 270R

1418

Nismo S14 270R var framleiddur í takmörkuðu upplagi af Nissan Motorsports, breytingadeild Nissan. Aðeins 50 stykki voru framleidd, öll árið 1994.

Bíllinn var byggður á S14 undivagninum en hafði ýmislegt fram yfir S14 Silvia. 270R hafði loftristar á húddinu til að skaffa millikælinum, sem sat ofan á vélinni, kælingu. Einnig fékk hann mun öflugri kúplingu og tregðutengt mismunadrif. Þá skartaði bíllinn Nismo Edge bodykitti og Nismo merkið var saumað í bæði fram og aftursæti. Allir voru bílarnir svartir á lit og merktir „270R“ á afturbrettum. Bílarnir voru númeraðir á skildi í hanskahólfi.

SR20DET vélin skilaði 270 hestöflum og togaði 345 Nm. Ólíkt systurbílum sínum stóð talan í nafni bílsins fyrir hestaflafjöldann en ekki rúmtak vélarinnar. 1240 kg bíllinn náði 100 km hraða á 5.8 sekúndum og var takmarkaður við 180 km hraða.

DEILA Á