Næsti SQ5 fær tækninýjungar stóra bróður

86
2016 Audi SQ5.

Helstu tækninýjungarnar sem Audi kynnti til leiks með nýja SQ7 munu rata í næstu kynslóð diesel SQ5, litla bróður sportjeppans öfluga.

Yfirhönnuður aflrása hjá Audi, Oliver Hoffmann sagði Autocar að 390 hestöfl væru möguleg en til að halda bílnum „ökuhæfari“ og þægar yrði næsti SQ5 um 365 hestöfl, 30 hestöflum aflmeiri en núverandi SQ5 plus.

Þrátt fyrir að hestaflaaukningin telji ekki mörg hestöfl má búast við að þau skili sér mun betur en áður í SQ5 þar sem hann fær sama 48V rafkerfi og SQ7 því í litla bróður verður rafdrfinn blásari sem vinnur í samvinnu við hefbundna túrbínu. Rafdrifni blásarinn eykur vinnslugetu vélarinnar, ekki síst á lágum snúning, þar sem hann þarf ekki afgas til að spóla sig upp í vinnslu. Túrbínuhik V6 dieselvélarinnar í SQ5 er því ekkert.

Fyrir þá sem ekki eru nógu spenntir fyrir Audi SQ2 en hafa ekki efni á SQ7 gæti SQ5 verið kjörinn.

2016 Audi SQ5 á myndum.

DEILA Á