Myndband sýnir hve snögglega veður spilltist í 24h Nürburgring

146

Stöðva þurfti keppni í 24h Nürburgring sem fram fór um þar síðustu helgi á fyrsta klukkutímanum vegna gríðarlegrar úrkomu sem varð til þess að þónokkrir bílar hringsnerust út úr brautinni.

Í mynbandinu að ofan sést glöggt hve snögglega veðrið spilltist á kafla brautarinnar en á Aremberg og Fuchsrohre köflunum hreinlega ísilagði éljastormurinn brautina.

Maro Engel var í forystu þegar veðrið skall á og sagði þetta hafa verið algert kaos og að bílar hefðu vatnsskautað ofboðslega. Ekki hafi verið óhætt að aka hraðar en á 40-60 km/klst.

Engel stóð að lokum uppi sem sigurvegari keppninnar eftir dramatískan lokahring 24h Nürburgring.