Norsku stjórnarflokkarnir fjórir hafa sammælst um að stefna að því að innan áratugar verði bannað að selja bíla sem losa mengandi lofttegundir.
Dagens Næringsliv greindi frá þessu á föstudag. Frá og með 2025 verður aðeins heimilt að selja nýja einkabíla, strætisvagna og minni vörubíla sem ekki losa mengandi lofttegundir verði stefnan að veruleika. Enn fremur eiga 75% af öllum nýjum langferðabílum og helmingur nýrra vöruflutningabíla að vera losunarlausir árið 2030.
Um fjórðungur nýrra bíla sem seldir eru í Noregi í dag eru rafknúinir en það er hærra hlutfall en í nokkru öðru landi. Elon Musk, forstjóri Tesla, var að vonum ánægður með fréttirnar en Tesla hefur selst afar vel í Noregi.
Just heard that Norway will ban new sales of fuel cars in 2025. What an amazingly awesome country. You guys rock!! pic.twitter.com/uAXuBkDYuR
— Elon Musk (@elonmusk) June 3, 2016