Mun Noregur banna sölu bíla með brunavél eftir 2025?

162
Tesla Model S hefur selst afar vel í Noregi. Mynd: Wikimedia Commons.

Norsku stjórn­ar­flokk­arn­ir fjórir hafa sam­mælst um að stefna að því að inn­an ára­tug­ar verði bannað að selja bíla sem losa meng­andi lofttegundir.

Dagens Nær­ingsliv greindi frá þessu á föstu­dag. Frá og með 2025 verður aðeins heim­ilt að selja nýja einka­bíla, stræt­is­vagna og minni vöru­bíla sem ekki losa mengandi lofttegundir verði stefn­an að veru­leika. Enn fremur eiga 75% af öll­um nýj­um lang­ferðabílum og helm­ing­ur nýrra vöru­flutn­inga­bíla að vera los­un­ar­laus­ir árið 2030.

Um fjórðung­ur nýrra bíla sem seldir eru í Nor­egi í dag eru raf­knú­inir en það er hærra hlut­fall en í nokkru öðru landi. Elon Musk, forstjóri Tesla, var að vonum ánægður með fréttirnar en Tesla hefur selst afar vel í Noregi.

DEILA Á