Mercedes-Benz sýning Hölds

80
GLC verður á meðal Mercedes-Benz bíla á sýningu Hölds.

Höldur hefur fengið vottun sem viðurkenndur þjónustuaðili fyrir allar gerðir Mercedes-Benz fólksbíla og smærri atvinnubíla fyrir bílaverkstæði sitt á Akureyri. Höldur býður af tilefninu til veglegrar Mercedes-Benz bílasýningar á verkstæði fyrirtækisins að Þórsstíg 4 á Akureyri í dag, laugardag milli kl. 11-16.

Til sýnis verða Mercedes-Benz A og B-Class, auk jeppanna GL, GLE og GLC. Bílarnir eru allir fáanlegir með 4MATIC fjórhjóladrifi. Meðal annars verður á svæðinu ný tegund af GLE Plug-in Hybrid en Askja býður nú þegar fjórar slíkar gerðir bíla frá Mercedes-Benz til sölu en Plug-in Hybrid bílar ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni.

Hægt verður að kynna sér verkstæðið og Mercedes-Benz eigendur geta fengið fría sumarskoðun á bílum sínum. Í skoðuninni felst m.a. bremsu- og demparaprófun og yfiirferð á hjólbörðum og ljósabúnaði. Þá verða bílarnir einnig til sýnis á sunnudag á planinu hjá Kaupfélagi Skagfirðinga kl. 13-15.

DEILA Á