Mercedes-Benz birtir 13 stíðnimyndir af GT R

142

Mercedes-Benz hefur birt 13 stríðnimyndir af kraftmestu útgáfu ofurbílsins Mercedes-AMG GT sem verður frumsýndur á Goodwood Festival of Speed í Bretlandi 24. júní næstkomandi.

Útgáfan fær, þrátt fyrir tilvist og frægð Nissan GT-R, nafnið GT R og verður fyrsta viðbót við AMG GT línu Mercedes síðan línan var frumsýnd 2014. GT R verður öflugri en 462 hestafla GT og 510 hestafla GT S bílarnir en AMG hefur ekkert gefið út um hestaflafjölda GT R. Þó má búast við að 4.0L V8 twin turbo vélin skili milli 550-600 hestöflum í GT R.

GT R verður léttari en GT S sem vegur 1.645 kg þar sem hlutar yfirbyggingar verða úr koltrefjum auk þess sem hann fær uppfært bremsu- og fjöðrunarkerfi auk skarpara stýris og grimmara útlit.