Mercedes-AMG GT R í stríðnimyndbandi

108

Mercedes-Benz hafði áður birt 13 stríðnimyndir af kraftmestu útgáfu ofurbílsins Mercedes-AMG GT sem verður frumsýndur á Goodwood Festival of Speed í Bretlandi 24. júní næstkomandi. Nú hefur þýski framleiðandinn sent frá sér myndband sem sýnir sömu myndir en myndbandið gefur þeim aukna dýpt.

Útgáfan fær, þrátt fyrir tilvist og frægð Nissan GT-R, nafnið GT R og verður fyrsta viðbót við AMG GT línu Mercedes síðan línan var frumsýnd 2014. GT R verður öflugri en 462 hestafla GT og 510 hestafla GT S bílarnir en AMG hefur ekkert gefið út um hestaflafjölda GT R. Þó má búast við að 4.0L V8 twin turbo vélin skili milli 550-600 hestöflum í GT R.