Með augum ökumanns BMW M6 á 315 km/klst á Autobahn

309

BMW M6 F12 Gran Coupé er ákjósanlegur hraðakstursbíll til að éta upp kílómetrana á þýskum Autobahn eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Í bílnum sem tekinn var til kostanna var M Drivers pakkinn en hann færir hraðatakmörkun bílsins úr 250 km/klst upp í 315 km hraða. Þrátt fyrir að vera afbragðs akstursbíll er veginum deilt með fleirum sem ekki eru endilega á jafn öflugum bílum auk þess sem aksturshæfileikar fólks eru misjafnir en tvisvar heyrist í árekstrarvara bílsins vara við yfirvofandi árekstri í myndbandinu.

M6 Gran Coupé hefur sömu 560 hestafla 4.4L S63 twin turbo V8 vél og M6 og M5 en ekki er ólíklegt að hún rati einnig í nýja 8 seríu BMW.

DEILA Á