Mazda sýnir MX-5 Icon edition á Goodwood

123

Mazda mætir til leiks á Goodwood Festival of Speed Í Bretlandi í lok mánaðar með nýja Icon edition sérútgáfu af MX-5 blæjubílnum, þá fyrstu sem byggir á nýju kynslóðinni.

Bílinn er auðþekkjanlegur á rauðum hliðarspeglum og vindkljúf að framan auk þess sem vindskeið að aftan er rauð. Tveir litir eru í boði, Meteor grár Mica og Chrystal hvítur perlulitur, en felgur eru 16″ í Gunmetal lit. Í Icon edition fær MX-5 leðursæti og aukabúnaður telur t.d. sjálfvirk háuljós og regnskynjara auk bakkskynjara.

Aðeins 600 eintök verða framleidd og öll verða þau seld í Bretlandi en afhendingar hefjast í ágúst. Verðið er 20.995 pund eða um 3,7 milljónir króna.

Auk Icon edition mun Mazda sýna MX-5 Speedster og Spyder hugmyndabílana í fyrsta sinn utan N-Ameríku en þeir voru frumsýndir á SEMA sýningunni í Las Vegas í nóvember síðastliðnum. Einnig verður nýji RF hardtop á Goodwood sem og milljónasta eintak MX-5 sem var framleitt í apríl.

DEILA Á