Mars var besti mánuður Skoda frá upphafi

42

Fyrsti ársfjórðungur 2016 var sá besti í 121 árs sögu Skoda. Það var ekki síst að þakka marsmánuði en hann var söluhæsti mánuður Skoda frá upphafi.

Á fyrsta ársfjórðungi seldi tékkneski framleiðandinn 276.000 bíla en það er aukning um 4,3% frá sama tímabili í fyrra. Þar af seldust 106.300 bílar í marsmánuði samanborið við 102.100 í mars í fyrra.

Octavia ber sem fyrr hitann og þungann af sölu Skoda en nýlega var milljónasta eintakið af Octavia af þriðju kynslóð framleitt. Fabia, Superb og Yeti hafa hins vegar sótt í sig veðrið og selst betur en áður á helstu mörkuðum Skoda í Evrópu og Kína. Superb seldist til að mynda 70% betur á fyrsta ársfjórðungi ársins en í fyrra og sala Fabia jókst um 28,5% á sama tímabili. Sala Yeti er sömuleiðis 17% meiri á fyrsta fjórðungi ársins.

DEILA Á