Lögreglan í Tokyo fékk þrjá Nissan 370Z Nismo

184

Lögreglan á höfuðborgarsvæði Tokyo hefur fengið þrjá 350 hestafla Nissan 370Z Nismo bíla í sína þjónustu til að sinna umferðareftirliti.

Lögreglubílunum var breytt af breytingadeild Nissan, Nismo, en 3.7L V6 vél bílanna skilar 350 hestöflum út í afturdekkin. Bílarnir voru afhentir lögregluyfirvöldum á fjölskylduhátið um umferðaröryggi sem haldin er af lögreglunni.

Vörustjóri Nissan í Japan, Makato Fuji, sagði við afhendinguna að lögreglan hafi Z Nismo því embættið hafi viljað goðsagnakennda bíla í sína þjónustu til að sinna umferðareftirliti og vera fulltrúi lögreglunnar á viðburðum.

Lögreglan vill ekki gefa mikið uppi um tækniforskrift bílanna en þó má sjá að þeir koma á 19″ RAYS felgum. Fyrir innan þær eru 14″ loftaðir bremsudiskar að framan og 13,8″ að aftan og fjögurra stimpla Nismo bremsudælur klemma klossana að framdiskunum en tveggja stimpla dælur eru að aftan.

DEILA Á