Lögreglan í Los Angeles fær 100 BMW i3

156

BMW hefur tryggt sér samning um að skaffa lögreglunni í Los Angeles (LAPD) 100 BMW i3 í flota sinn. Rafbílavæðing lögreglunnar er liður í „Sustainable City pLAn“ borgaryfirvalda í LA til að skapa stærsta flota rafbíla í eigu sveitarfélags í Bandaríkjunum.

Alls mun Los Angeles leigja 160 bíla fyrir lögreglu, slökkvilið, orkuveitu og almenna þjónustu borgarinnar. Borgarstjóri Los Angeles, Eric Garcetti, segir að bílarnir séu ekki aðeins umhverfisvænir heldur muni einnig spara skattfé með tíð og tíma:

Við ættum að hugsa grænt í öllu sem við gerum og þessir nýju rafbílar sýna að borgaryfirvöld geta leitt veginn. Áætlun okkar um sjálfbærni rekur LA til að hraða upptöku grænna lausna og tækni sem einnig sparar peninga og auðlindir.

BMW i3 var valinn umfram hinn stærri en tvöfalt dýrari Tesla Model S P85D. Bæverski bílaframleiðandinn segir i3 hafa verið valinn vegna samspils hagkvæmni og áreiðanleika auk mikillar þekkingar á hleðslupóstainnviðum sem og stórs nets verkstæða sem þjónustað geta flotann.

Bílarnir eru ekki ætlaðir til háhraða eltinaleikja né er þeim ætlað að vera neyðartæki heldur eru rafbílar lögreglunnar hugsaðir sem farartæki fyrir foringja lögreluliðs Los Angeles.

BMW i3 hefur verið á markaði vestanhafs í rúm tvö ár og er þriðji mest seldi rafbíllinn í Bandaríkjunum.