Lögregla olli nærri stórslysi á áströlskum þjóðvegi

323

Ástralskur lögregluþjónn á Toyota Hilux var á hefðbundum eftirlitsrúnti þegar hann mældi ökumann sem á móti kom á of háum hraða. Eins og honum bar ákvað hann að hefja eftirför.

Hann gerði hins vegar allt rangt þegar hann ætlaði að snúa við. Lögregluþjónninn ók út í kant til að sæta lagi til að snúa við en það var talsverð umferð á móti, þar af flutningabíll fremstur og fyrir aftan lögregluna nálgaðist annar flutningabíll, sá sem tók myndbandið upp á mælaborðsmyndavél sína.

Án þess að gefa stefnuljós eða kveikja á bláum forgangsljósum sínum óð lögregluþjónninn út á veginn og í veg fyrir flutningabílinn sem kom aðvífandi. Sem betur fer var flutningabílstjórinn með hugann við aksturinn og náði að hægja nægjanlega til að forða árekstri, sem hefði getað orðið stór þar sem annar flutningabíll var á hinum vegarhelmingnum, en flutningabílstjórinn var allt annað en sáttur við lögregluþjóninn. Skiljanlega.

DEILA Á