Lewis Hamilton leitar að „dýrinu í Græna vítinu“ í nýrri stiklu

267

Leikar eru farnir að æsast fyrir frumsýningu Mercedes-AMG GT R sem verður frumsýndur á Goodwood Festival of Speed í Bretlandi á föstudag.

Í nýrri stiklu sem Mercedes-Benz hefur sent frá sér er Lewis Hamilton í leitarflokki sem reynir að finna bílinn í sínu náttúrulega umhverfi á Nürburgring eða Græna vítinu eins og brautin er einnig þekkt sem. Stiklan minnir á kvikmyndir á borð við Jurassic Park og Predator en í henni finna Hamilton og félagar apex sem gróður hefur vaxið yfir.

GT R verður fyrsta viðbót við AMG GT línu Mercedes síðan línan var frumsýnd 2014. GT R verður öflugri en 462 hestafla GT og 510 hestafla GT S bílarnir en AMG hefur ekkert gefið út um hestaflafjölda GT R. Þó má búast við að 4.0L V8 twin turbo vélin skili milli 550-600 hestöflum í „dýrinu“.