Klessti E46 M3 á Nürburgring eftir að hafa dregið uppi hægfara bíl

163

Ökumaður BMW E46 M3 dró uppi hægfara Porsche Cayman á Nürburgring Nordschleife og misreiknaði algerlega aðstæður sem varð til þess að hann missti bílinn þegar hann ætlaði framúr Caymaninum.

M3 ökumanninum til varnar tekur ökumaður Caymansins stórundarlega línu verandi með hraðskreiðari umferð fyrir aftan en framúrakstur er bannaður hægra megin. BMW-inn fékk hins vegar ekki plássið sem hann hefði þurft til framúraksturs en hefði betur hægt ferðina til jafns við Caymaninn frekar en að reyna grasið þó erfitt sé að greina aðstæður, s.s. hraða M3 þar sem myndbandið byrjar heldur seint.

Við höggið skemmdist framstuðari, vinstra framhjól, húddið og eflaust sitthvað fleira en ökumaður hefur að líkindum sloppið.