Kanadískur sérfræðingur spáir mikilli aukningu kynlífs í bílum

307
Kanadíski sérfræðingurinn Barrie Kirk varar þessu háttarlagi í sjálfkeyrandi bílum.

Kanadískur sérfræðingur spáir því að með tilkomu sjálfkeyrandi bíla muni fólk í stórauknum mæli stunda kynlíf í bílum sínum meðan það ferðast milli staða.

Sjálfkeyrandi kerfi bíla þróast nú á ógnarhraða og framleiðendur á borð við Volvo og Citroën eru langt komnir með þróunarvinnu sína. Þá er sjálfkeyrandi kerfi Google komið með bílpróf í Bandaríkjunum. En það eru þó ekki allir á eitt sáttir við þróunina og fríka algerlega út yfir því að þurfa ekki að hafa hendur á stýri.

Barrie Kirk nefnist sérfræðingur hjá Canadian Automated Vehicles Centre of Excellence. Hann spáir því að fólk muni eiga erfitt með sig þegar sjálfkeyrandi bílar verða orðnir almennir:

Ég spái því að þegar tölvurnar hafa tekið við akstrinum muni verða mun meira um kynlíf í bílum. Þetta verður eitt af aðalmálunum sem mun hamla fólki frá að taka aftur stjórn á bílum sínum ef eitthvað fer úrskeiðis og tölvurnar segja: „Taktu við!“

sagði Kirk í samtali við Toronto Sun.

Kirk hefur áhyggjur af því að ansi margir virðast halda að sjálfkeyrandi bílar verði 100% sjálfkeyrandi og að sá sem situr undir stýri muni ekki þurfa að skipta sér neitt af akstrinum.

Það er þó ekki reyndin. Ökumaður mun þurfa að geta brugðist við og vera tilbúinn til að taka við akstrinum ef á þarf að halda. Svo kynlíf, auk þess að fá sér lúr eða bjór, verður ekki í boði fyrir ökumenn sjálfkeyrandi bíla.