Jaguar Land Rover opnar nýja verksmiðju í Brasilíu

319

Jaguar Land Rover hefur opnað fyrstu verksmiðjuna sína utan Bretlands sem alfarið er í eigu fyrirtækisins í Ititiaia í Brasilíu. Í verksmiðjunni verða módel á borð við Range Rover Evoque og Discovery Sport framleidd fyrir Brasilíumarkað.

Land Rover er leiðandi merki á markaði lúxussportjeppa í Brasilíu og sala Jaguar hefur aukist um 70% fyrstu fimm mánuði ársins samanborið við sama tímabil í fyrra.

Opnun nýrrar Jaguar Land Rover verksmiðju á heimsmælikvarða í Brasilíu er nýjasti áfanginn í spennandi útrás okkar. Land Rover er þegar leiðandi á Brasilíumarkaði millistærðar lúxussportjeppa með meira en 30% markaðshlutdeild.

sagði Wolfgang Stadler, framkvæmdastjóri framleiðslu Jaguar Land Rover.

Við verksmiðjuna mun fyrirtækið jafnframt reka skóla þar sem börn og unglingar á aldrinum 5-18 ára geta sótt námskeið í verkfræði og framleiðslu auk bílaiðnaðartengdrar starfsemi.

Jaguar Land Rover hefur útvistað framleiðslu stórra íhluta á borð við sæta, pústkerfa, undirvagna og aflrása til brasilískra fyrirtækja sem hluta af viðleitni þeirra til að styðja við brasilískan iðnað.