Impreza 22B Prince Naseem Hamed slegin

181

Nánast ókeyrð Subaru Impreza 22B sem var í eigu fyrrum hnefaleikameistarans Prince Naseem Hamed og var á uppboði hjá Silverstone Auctions uppboðshúsinu hefur verið slegin á 73.125 pund, um 13,3 milljónir króna.

Bíllinn er, líkt og allir 22B, smíðaður 1998. 22B er einn eftirsóttasti japanski bíllinn meðal bílasafnara en þetta eintak hafði fram að uppboðinu aðeins verið í eigu Naseem Hamed. Eintakið er afar lítið ekið eða aðeins 2.540 mílur, 4.064 km.

Fyrirfram var búist við að hnefaleikakappinn fengi 60.000-70.000 pund, 10,6-12,3 milljónir króna, fyrir bílinn.

Sjá myndir og frekari upplýsingar um Imprezuna: Subaru Impreza 22B á uppboði

DEILA Á