Hvað er Peugeot að sýna í stríðnitísti?

126

Peugeot birti í morgun stríðnimynd á Twitter sem sýnir ofanvert afturhorn bíls sem franski framleiðandinn mun senn að svipta hulunni af.

Í texta með myndinni segir: „Þið hafið ekkert séð enn… hafið þið hugmynd um hvað bíður ykkar?“

Á facebook síðu Peugeot birti framleiðandinn á mánudag mynd af kassa með merki sínu ásamt textanum: „Þú bjóst ekki við honum, en hann hefur búist við þér.“

Flesti hallast að því að um sé að ræða „heita“ útgáfu 3008 eða 2008. Hvað heldur þú?

DEILA Á