Hummer H1 rapparans Tupac Shakur sleginn

182

Hummer H1 sem rapparinn Tupac Shakur keypti nýjan 16. ágúst 1996, aðeins 29 dögum áður en hann var myrtur í Las Vegas, Nevada 13. september var sleginn á 337.144 dollara, um 41,8 milljónir króna.

Bíllinn, sem var því að líkindum sá síðasti sem Tupac keypti, var á uppboði hjá RR Auction uppboðshúsinu í Bandaríkjunum. Búist var við að Hummerinn, sem staðsettur var í Vancouver í Kanada, yrði sleginn á ekki minna en 100.000 dollara, um 12,1 milljón króna en hann fór á rúmlega þrefalt það.

Hummerinn er aðeins ekinn um 16 þúsund kílómetra frá upphafi og síðast þegar hann skipti um eigendur 2007 mátti kaupandi punga út um 200.000 dollurum. Hann getur þó brosað út að eyrum í dag, alla leið í bankann.

Sjá myndir og frekari upplýsingar um Hummerinn: Hummer H1 Tupac Shakur á uppboði

DEILA Á