Hugbúnaðaruppfærsla færir Model X nýja fítusa

108

Tesla hefur sent nýja hugbúnaðaruppfærslu í Model X bíla sína sem færir bílnum nýja fítusa.

Má þar nefna að nú má loka öllum hurðum og skotthlera með takka á lykli eins og sjá má í innfelldu tísti frá Tesla Motors hér að neðan. Einnig er nú hægt að handvelja leið fyrir bílinn þegar Summon fítusinn er notaður en með honum getur ökumaður kallað bílinn til sín í stað þess að labba að honum.

Síðast en ekki síst er nú hægt að stjórna því á 17″ skjá bílsins hve framarlega eða aftarlega sæti í annarri sætaröð eru með nýrri viðbót í stjórntölvu Model X.

DEILA Á