Honda blandar sér í kantsteinastríðið

501

Honda vill að Ridgeline pallbíll sinn sé tekinn alvarlega og hefur því blandað sér í kantsteinastríðið sem greinilega geysar vestanhafs.

Stríðið hófst þegar Chevrolet sýndi muninn á því hvernig pallar Silverado og Ford F-150 stóðust það þegar 55 kantsteinum var sturtað úr eins og hálfs meters hæð á óklædda pallana.

Honda hefur nú blandað sér í stríðið en japanski framleiðandinn birti myndband þar sem 60 6-7 kg kantsteinum var sturtað á pall Ridgeline pallbíls Honda. Það verður að segjast að Hondan kom best út úr þessu og verður því að teljast vera í forystu eftir fyrstu orrustu. Chevrolet notar stálpalla á Silverado en pallur Ford F-150 er úr áli. Honda notast hins vegar við samsett efni (e. composite material) í pall Ridgeline.

Kynnirinn gat svo ekki stillt sig um að sýna flotta fítusa pallsins í lokin en á Ridgeline er palllok sem opnast á tvenna vegu auk þess sem að undir pallinum er hentugt geymsluhólf.

DEILA Á