Höldur viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Mercedes-Benz

80
Jón Trausti Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Öskju, (t.v.) og Stei­grím­ur Birg­is­son, for­stjóri Hölds.

Höldur hefur fengið vottun sem viðurkenndur þjónustuaðili fyrir allar gerðir Mercedes-Benz fólksbíla og smærri atvinnubíla fyrir bílaverkstæði sitt á Akureyri.

Bílaumboðið Askja hefur hingað til verið eini viðurkenndi þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi enda með umboð fyrir þýsku lúxubílanna frá Stuttgart en Höldur bætist nú í hópinn.

Við erum ákaflega stolt af þessari viðurkenningu frá Mercedes-Benz og það er stórt og mikilvægt skref að geta boðið Norðlendingum upp á viðurkennt Mercedes-Benz verkstæði. Við höfum ávallt átt mjög gott og farsælt samstarf við Öskju og það er mikilvægur þáttur í þessu. Starfsmenn verkstæðis Hölds hafa staðið sig frábærlega og sótt sér þá sérþekkingu sem krafist. Verkstæðið er búið sérhæfðum tækjum og kerfum til að vinna að viðhaldi og viðgerðum Mercedes-Benz bíla. Til að fagna þessum áfanga efnum við til glæsilegrar bílasýningar fyrir Norðlendinga á föstudag og laugardag þar sem til sýnis verða Mercedes-Benz fólksbílar auk valinna atvinnubíla.

segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, er hæstánægður með nýja samstarfið:

Askja fagnar mjög þessum frábæra áfanga Hölds. Ég hef áður sagt að Höldur er með eitt best búna verkstæði á Norðurlöndum og víðar ef út í það er farið. Við erum mjög stolt af samtarfi okkar við Höld og nú getum við óhikað kynnt Mercedes-Benz bifreiðar á Norðurlandi, vitandi að hægt verður að sinna allri þjónustu við þessa bíla á viðurkenndan hátt, hvort sem um er að ræða þjónustuskoðanir, ábyrgðarviðgerðir eða innkallanir. Slíkt skiptir viðskiptavini okkar miklu máli að geta treyst á úrvals þjónustu í sinni heimabyggð.

DEILA Á