Hlustaðu á undurfagurt malið í Chiron

228

Bugatti Chiron var eitt af aðalstykkjunum á alþjóðlega mótormálþinginu í Vín í Austurríki sem haldið var í lok síðustu viku.

8.0 lítra W16 quad turbo vél Chiron skilar 1.500 hestöflum, tala sem ekki hefur áður sést í framleiðslubíl og togar 1.600 Nm milli 2.000 – 6.000 snúninga á mínútu. Í myndbandinu má sjá og heyra þegar komið var með Chiron á málþingið en malið í bílnum er gullfallegt. Þegar farið var aftur með bílinn í burtu gat sá sem kom honum um borð í flutningabílinn ekki stillt sig um að gefa áhorfendum eitthvað fyrir sinn snúð og þenja bílinn aðeins. Þvílíkt hljóð!

Hönnunarmálið sem Bugatti kynnir til sögunar með Chiron hefur mun gimmari tón sem undirstrikar karakter hins nýja ofursportbíls sem nú hefur tekið við keflinu af Veyron.

DEILA Á