Haraldur Noregskonungur keypti Audi A8 L extended

259

Það var Haraldur Noregskonungur sem lagði inn pöntun hjá Audi fyrir extra löngum A8 L sem sagt var frá hér á Mótornum fyrr í apríl.

Haraldur fékk bílinn afhentan síðla síðasta desember mánaðar en opinberar myndir frá Audi bárust ekki fyrr en nú í apríl. Ástæðan er sögð sú að bíll Haraldar sé búinn aukabúnaði sem ekki er æskilegt að komi fram á myndum. Það er því frumgerð sem sést á myndunum en ekki bíll Haraldar en Audi hefur fengið fyrirspurnir um fleiri eintök af bílnum.

Bíllinn, sem er allur hinn glæsilegasti, kostaði hirðina um 40,3 milljónir ISK. Haft var samband við fleiri framleiðendur en Audi bauð best að sögn talskonu hirðarinnar, Marianne Hagen sem sagði enn fremur að þeim þyki mikilvægt að skipta á milli framleiðenda til að mynda ekki óeðlileg hagsmunatengsl.

Smelltu hér til að lesa meira um Audi A8 L extended og sjá myndirnar af honum.

HEIMILDVG
DEILA Á