Glæsilegt tímaskeið af uppgerð Ford flathead V8

726

Ford flathead V8 er goðsögn frá tímabili þar sem fjöldaframleiddir bílar notuðu aðallega fjögurra eða sex strokka línuvélar og V vélar var einkum að finna í lúxusbílum.

Ford hannaði flathead V8 til fjöldaframleiðslu og hún kom á markað 1932. Með tímanum varð vélin svo vinsæl að fyrsti bíllinn sem hún kom í, Model 18, er jafnan kallaður Ford V-8.

Vélin varð vinsæl hjá þeim sem breyta vildu vélum bíla sinna og í höndum þeirra fæddust breytingar á borð við OHV sett á vélina sem urðu einkum vinsæl hjá þeim sem notuðu vélina í vinnu en þær vildu ofhitna við mikið álag án toppventla. Snemma á sjötta áratugnum urðu OHV V8 vélar auðfáanlegar og á viðráðanlegu verði og flathead vélin vék fyrir þróuninni.

Í dag eru V8 flathead vélarnar einkum notaðar í uppgerðir sem eiga að vera sem upprunalegastar líkt og 1946 Ford Pickup uppgerð Hagerty sem sjá má í myndbandinu. 6 mínútna tímaskeiðið er gert úr 40.000 ljósmyndum sem teknar voru á sex dögum. Vélin fékk ýmsar uppfærslur á borð við Edelbrock inntak, par af Holley 94 blöndunga og Edelbrock álhedd.

DEILA Á