Fyrsti farþeginn til að fara hring með Bugatti Chiron á Nürburgring

158

Bugatti bauð sínum fyrsta farþega úr blaðamannastéttinni að fara hring með hinum 1.4979 hestafla Chiron á Nürburgring Nordschleife.

Sá heppni heitir Alex Kersten og er blaðamaður á Car Throttle. Það var enginn annar en forseti Bugatti, Wolfgang Dürheimer, sem sat í bílstjórasætinu.

Chiron er forvera sínum, Veyron, fremri á öllum sviðum en uppfærð 8.0L fjórturbo W16 vélin er 1.479 hestöfl og togar 1.600 Nm. Hún hraðar bílnum í 100 km hraða á tæpum 2,5 sekúndum, 200 km hraða á 6,5 sek. og 300 km hraða á 13,6 sek. Áfram heldur hann upp í 420 km/klst þar sem hraðatakmarkarinn hamlar bílnum að fara hraðar.

Í myndbandinu svarar Dürheimer spurningunni um hvort Bugatti reyni við hraðaheimsmetið á Chiron og segir að reynt verði við það 2018.

DEILA Á