Framkvæmdastjóri Jaguar Land Rover segir dieselvélar munu þrauka

188
Jeremy Hicks segir dieselvélar munu þrauka og þakkar það ekki síst bílum á borð við Land Rover Evoque.

Framkvæmdastjóri Jaguar Land Rover, Jeremy Hicks, segir að um 70% seldra bíla fyrirtækisins í Bretlandi í ár verði dieselknúnir þrátt fyrir vaxandi efasemdir neytenda í garð dieselvéla.

Ég er ekki viss um að við munum sjá stórkostlega breytingu neytenda frá dieselvélum. Og við sjáum sannarlega ekki breytingar á markaðnum í dag.

sagði Hicks.

Jaguar Land Rover hefur unnið markvisst að því að auka hlutdeild flotasölu í heildarsölu sinni en CO2 útblástur spilar stóra rullu í slíkum kaupum vegna skattlagningar. Hlutdeild flotasölu jókst úr 37% heildarsölu Jaguar Land Rover 2014 upp í 44% í fyrra. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að ná 46% landsmeðaltalinu í bílageiranum á næstu árum og Hicks er bjartsýnn:

Við erum að ná hinum, smásala hefur alltaf ráðið ríkjum hjá okkur. En nú höfum við náð niður rekstarkostnaði bíla okkar, með hjálp nýju Ingenium vélanna en þær hafa CO2 útblástur á borð við t.d. 110 g/km í Range Rover Evoque.

Fyrirtækið hyggst hefja framleiðslu dieseltvinnvéla sem munu rata bæði í fólksbíla og jeppa framleiðandans. Þar að auki hefst senn framleiðsla nýrrar línu fjögurra strokka bensíntvinnvéla fyrirtækisins sem notuð verður í minni bíla Jaguar Land Rover á borð við XE, Evoque og Discovery Sport.

Jaguar Land Rover hefur senn framleiðslu nýrrar bensínútgáfu 2.0L Ingenium turbo vélarinnar sem verður með álblokk og fær heitið AJ200. Vélin verður smíðuð í vélaverksmiðju JLR í Wolverhampton.

Það er augljós munur á framtíðarsýn Hicks og stjórnanda Volkswagen í Bretlandi, Paul Willis, sem spáir hnignun dieselvéla. Þá hefur Håkan Samuelsson, forstjóri Volvo, lýst fyrirtækið reiðubúið til að hverfa frá dieselvélum og taka heldur upp notkun bensíntvinnvéla og rafbíla.

DEILA Á