Forza Horizon 3 lítur glæsilega út í nýrri stiklu

88

Ný stikla fyrir níunda leikinn í Forza seríunni og þann þriðja í Horizon undirseríunni hefur verið birt ásamt upplýsingum um leikinn en leikurinn lítur glæsilega út í stiklunni sem notast aðeins við myndefni úr leiknum sjálfum.

Forza Horizon 3 er „open-world“ leikur líkt og t.d. Grand Theft Auto seríurnar þar sem leikmaður getur farið frjálst um heim leiksins. Svið Horizon 3 er Ástralía en sviðið eða heimurinn er tvöfallt stærri en í fyrri Horizon leik Forza auk þess gríðarlegur fjöldi mismunandi akstursaðstæðna verður í boði, allt frá malbiki til frumskóga og eyðimarka.

Alls verða 350 bílar í boði, þar á meðal Lamborghini Centenario sem er fyrirferðarmikill í stiklunni, Nissan GT-R og Chevrolet Camaro auk nýs úrvals „hlöðufunda“ og sérstakra farartækja á borð við Trophy bíla og Ariel Nomad svo eitthvað sé nefnt.

Ólíkt fyrri leikjum fær spilari nú fulla stjórn á festivalinu sem veitir klæðskerasniðna spilaupplifun. Leikurinn er sá fyrsti í seríunni sem bæði verður hægt að spila á Xbox One og Windows 10 en spilarar á báðum kerfum geta nú spilað saman hvort kerfið sem þeir nota.

Forza Horizon 3 kemur út á bæði kerfi 27. september næstkomandi.

DEILA Á