Ford sýnir tilurð Focus RS RX í nýrri netþáttaröð

80

Ford ætlar að sýna frá hönnun, þróun og smíði Focus RS RX bílsins sem Ken Block og Andreas Bakkerud keppa á fyrir Hoonigan Racing í World Rallycross Championship í nýrri fjögurra þátta netþáttaröð.

Í bílnum er 2.0L 600 hestafla EcoBoost turbo vél en hann er hugarfóstur Hoonigan Racing keppnisliðsins auk M-Sport og Ford Performance. M-Sport er keppnislið frá Bretlandi og hét áður Malcolm Wilson Motorsport eftir stofnanda liðisins. M-Sport hefur lengi smíðað og keppt á Ford rallýbílum og hefur meðal annars smíðað og rekið bíla Ford rallýliðsins í WRC rallýinu.

Þetta er trúlega það verkefni sem liðið [Hoonigan Racing] hefur tekið hvað virkastan þátt í. Við viljum keppa á hæsta stigi íþróttarinnar og að geta það með verksmiðjunni og M-Sport hefur verið magnað.

sagði Ken Block.

Í spilaranum að ofan má horfa á fyrsta þátt af fjórum en næstu þrír hafa enn ekki farið í loftið.