Ford Sierra RS Cosworth sem Clarkson ók í Top Gear sleginn

291

Ford Sierra RS Cosworth Sapphire sem Jeremy Clarkson ók í Top Gear þætti árið 2010 og var á uppboði í Warwickshire í Bretlandi á laugardag var sleginn á rétt tæpar 2,5 milljónir króna eða 13.860 pund.

Fyrri eigandi hafði átt bílinn í um ár en hann er 1989 árgerð og ekinn 82.000 mílur eða um 132.000 km. Með honum fygldu bækur sem sýna hluta þjónustusögu. Bíllinn var skoðaður í mars síðastliðnum án athugasemda en í ástandsskoðun Classic Car Auctions fyrir uppboðið fékk hann 81 stig af 135 mögulegum.

Fyrirfram var búist við að bíllinn yrði sleginn á 2,3-2,8 milljónir króna.

Sjá einnig: Ford Sierra RS Cosworth sem Clarkson ók í Top Gear á uppboði