Fimm hljómfagrar V10 vélar

63

1LR-GUE vélin í LFA ofurbíl Lexus er 4.8 lítra og skilar 560 hestöflum við 8.700 snúninga /mín og togar 480 Nm en 90% af topptogi er til taks milli 3.700-9.000 snúninga.

Vélin snýst svo hratt frá hægagangi að útslætti við 9.500 snúninga að Lexus voru tilneyddir til að hafa snúningshraðamælinn stafrænan þar sem hefðbundinn nálarmælir hélt alls ekki í við vélina.


Tipo 053 V10 vélin í F2004 Formula 1 bíl Ferrari var 3.0 lítra, með afar lágan þyngdarpunkt og snerist upp í 19.000 snúninga á mínútu. Afl vélarinnar var 880-950 hestöfl.

Michael Schumacher varð heimsmeistari í F1 á þessum bíl 2004 og Ferrari vann keppni bílsmiða.

Bíllinn á brautarmet á tíu brautum og jafnvel þó enn sé keppt í F1 á átta þeirra hefur enn ekki tekist að skáka þeim.


S85B50 5.0 lítra V10 vélin í BMW M5 E60 skilar 500 hestöflum, togar 520 Nm og snýst að 8.250 snúningum /mín.

S85 vélin var fyrsta V10 vél BMW í framleiðslubíl og fyrsta V10 vélin til að vera pöruð við sjö gíra raðskiptingu (e. sequential) en sú uppsettning var innblásin af samvinnu BMW við Sauber liðið í Formúlu 1.

Vélin vann til fjölda verðlauna 2005, ’06, ’07 og ’08.


V10 vél Lamborghini Gallardo LP560-4 er 5.2 lítra og 560 hestöfl og togar 540 Nm. Með vélinni kom annað hvort sex gíra beinskiptur gírkassi eða hálfsjálfvirk E-Gear flipaskipting.


Audi R8 V10 FSI plus er með 5.2 lítra vél sem er 550 hestöfl við 8.000 snúninga /mín og togar 540 Nm. Sú vél og vélin í Lamborghini-inum að ofan eru náskyldar enda bæði Audi og Lamborghini partur af Volkswagen Group.