Fimm hljómfagrar diesel vélar

369

Í 71 seríu Detroit Diesel voru tvígengis dieselvélar allt frá 1.2 lítra til 27.9 lítra og allt þar á milli. Í myndbandinu er 12V-71, 450 hestafla útgáfa vélarinnar sem er V12, 14.0 lítra með tvo 6-71 blásara og 5″ púst í 1971 Kenworth Cabover.

Myndbandið var tekið upp í 2°C hita.


Ram hefur frá upphafi sínu 1981 fengist með Cummins diesel vélum. Bíllinn í myndbandinu er 2010 árgerð, af fjórðu og núverandi kynslóð, með Cummins B-series 6.7 L línu sexu sem skilar 350 hestöflum og togar 827 Nm.


Í þessum fjórðu kynslóðar Ford F-250 er Detroit Diesel 6V53 tvígengis diesel vél. Vélin er V6 5.2 lítra og vegur 674 kg, skilar 216 hestöflum og togar 603 Nm.


VT365, einnig þekkt sem 6.0 L PowerStroke, sem notuð var af Ford í „Super duty“ bíla sína á fyrsta áratug þessarar aldar er 325 hestöfla, 759 Nm V8.

Í myndbandinu er búið að breyta pústkerfi bílisins, sem er 2003 Excursion, til að fá meira og fallegra hljóð úr vélinni.


SQ5 sportjeppi Audi fæst með 3.0 L biturbo V6 diesel vél sem skilar 313 hestöflum og togar 650 Nm. Það skyldi engan undra þó Audi setji diesel vél í sportmódel frá sér en framleiðandinn var fyrstur til að sigra Le Mans sólarhringskappaksturinn á dieselbíl árið 2005 og sigraði fimm af sex keppnum frá 2005-11 á slíkum.