Fimm furðulegar bílaauglýsingar

620

Subaru gerir mikið úr ást sinni á dýrum. Reglulega er starfsfólki Subaru boðið að hafa gæludýr sín með sér í vinnuna og fyrirtækið styrkir ýmis dýratengd góðgerðarsamtök.

Það lá því beint við að gera auglýsingar um hundafjölskyldu og ævintýri þeirra á Subaru Legacy. Auglýsingarnar slógu í gegn vestanhafs, þar sem markaðshlutdeild Subaru er afbragðsgóð, og raunar urðu vinsældirnar svo miklar að hundafjölskyldan er þekkt sem „The Barkleys“ í Bandaríkjunum.


Peugeot 205 GTI kom á markað 1984 og þykir enn einn best heppnaði „hot hatch“ bíll allra tíma.

1.6L XU5J vél bílsins var 105 hestöfl og kom tæplega 900 kg bílnum í 100 km hraða á 8,7 sekúndum. Hámarkshraði var 187 km/klst. 1986 var vélin uppfærð, fékk annað hedd með stærri ventlum, og hét eftir það XU5JA. Eftir uppfærsluna skilaði hún 115 hestöflum. Síðar það ár bættist 1.9L vél við, XU9JA sem var 130 hestöfl. Sú sneiddi 0,9 sekúndur af 0-100 tíma bílsins sem þar með náði 100 km hraða á 7,8 sekúndum. Hámarkshraði bílsins var sömuleiðis hærri með stærri vélinni, 204 km/klst.

Enn þann dag í dag greinir menn á um hvor vélin sé betri. 1.6L vélin þykir snarpari og viljugri en 1.9L vélin togar meira.


Magic Body Control kerfi Mercedes Benz kom fyrst í W222 S-class 2013. Kerfið reiðir sig á myndavél í framrúðu til að skanna veginn sem framundan er og stillir fjöðrunarkerfi bílsins í samræmi hverju sinni. Útkoman er mýkri og stöðugri akstursupplifun.

Til að auglýsa tilvist kerfisins fór Mercedes Benz heldur óvenjulega leið en fiðurfé var notað til að sýna fram á mýktina. Auglýsingin er jafn skemmtileg og hún er furðuleg en hún var gríðarlega vinsæl á netinu á sínum tíma. Á aðeins fjórum dögum hafði verið horft á hana rúmlega 2 milljón sinnum og henni deilt 220.000 sinnum á facebook.


Jaguar gátu að sjálfsögðu ekki unað við vinsældir hænsnaauglýsingar samkeppnisaðila síns og svörðu að bragði.

Jaguar gefur lítið fyrir ofurmýkt í akstri og vilja heldur að bílar séu kattliprir.


Hyundai fengu Ryan Reynolds til liðs við sig til að auglýsa sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi í Elantra bíl sínum.

Auglýsingin gerist í Ryanville, þar sem allir karlmenn eru Ryan Reynolds, og sýnir hve gagnlegt slíkt kerfi getur verið við slíkar aðstæður. Auglýsingin var frumsýnd á síðasta Super Bowl og þótti ein af þeim betri.