Fimm flottir hlutir gerðir úr bílapörtum

1357

Áttu gömul dekk? Búðu til vask úr þeim. Kringlóttur stálvaskur, frárennslislögn og veggfesting er í raun allt sem þarf. En það er óþarfi að stoppa þar. Í uppsetningunni á myndinni að ofan er bensínbyssa endurnýtt sem handlaugartæki og einfaldir kúlulokar á heita og kalda vatnið gefa stjórn á vatnshita.


bankariÚtihurðin er yfirleitt fyrsti staðurinn sem gestir staldra við þegar þeir koma í heimsókn. Þessi bankari gefur skýrt til kynna að á þessu heimili búi bílaáhugafólk. Það eina sem þarf er stimpill og stimpilstöng og eitthvað til að banka stimplinum í. Í þessu tilviki tannhjól.


lampi_ur_ventlalokiVentlalokslampi er húsprýði sem myndi sóma sér á hvaða heimili sem er. Það er samt spurning um að betrumbæta hönnunina og setja lið á rörið. Þið finnið út úr því.


traktorsbordEldhúsborð úr traktorshúddi ætti að vera til á öllum betri bóndabæjum landsins.


klukka_ur_fostum_lyklumVeggklukka úr föstum lyklum er ekki bara töff, hún er líka falleg. Gangverk má fá úr hvaða veggklukku sem er. Sú ódýrasta í IKEA þegar þetta er skrifað kostar 685 krónur. Svo er bara að búa til andlit úr lyklunum og setja gangverkið í.

DEILA Á