Ferrari söfnin nú á Google Street View

148

Nú þarf það ekki að halda áhugamönnum um Ferrari frá því að skoða söfn ítalska framleiðandans þó þeir komist ekki í pílagrímsför til Ítalíu því nú má notast við tæknina og sækja söfnin heim á Google Street View.

Nýjustu viðbæturnar við sýndarveruleika leitarvélarisans eru Museo Ferrari safnið við höfuðstöðvar og verksmiðju ítalska framleiðandans í Maranello og hið nýlega Museo Casa Enzo Ferrari við heimili Enzo Ferrari heitins sem opnaði 2012.

Í Street View má meðal annars skoða „Genio e Segreti“ sýninguna á Museo Ferrari auk „Museo dei Motori Ferrari“ og „l’omaggio della Ferrari a Pavarotti“ sýninganna á Museo Casa.

Auðvitað kemur ekkert í staðin fyrir að heimsækja söfnin í eigin persónu en þetta er klárlega það næst besta sem býðst.