Fallhlífin sveik spyrnubíl á 494 km hraða

93

Hún var ekki bílvæn spyrnan milli Jim Campbell og Gary Densham á upphafsmóti ársins, Winternationals, hjá National Hot Rod Association í Pomona, CA.

Vélin í bíl Campbell sprakk með látum eftir aðeins 100 m. Densham átti því greiða leið til sigurs og setti persónulegt met; 4,05 sekúndur á 494 km hraða.

Það sleppa ekki allir lifandi frá slysi á 494 km hraða. Hinn 69 ára fyrrum kennari getur þó bætt því á ferilskrána en sandgryfjan hægði vel á bílnum áður en netgildrur gripu hann. Densham slapp ómeiddur úr slysinu.

DEILA Á