Enn fellur áhorf Top Gear

401

Áhorf á nýju þáttaröð Top Gear hefur náð nýjum lægðum en aðeins um 2,3 milljónir Breta horfðu á þátt gærkvöldsins sem var sá fjórði í seríunni.

Á fyrsta þátt nýju þáttaraðarinnar horfðu um 4,3 milljónir, en það var minnsta áhorf sem fyrsti þáttur í Top Gear þáttaröð hafði fengið í 10 ár. Í síðustu viku var áhorfið komið niður í 2,4 milljónir en mælist nú enn minna, aðeins 10,4%, samkvæmt ljósvakamiðlasérfræðingunum hjá Overnights TV.

Áhorfið hefur enn ekki verið staðfest af BBC en baráttan um áhorfið kl. 20:00 á sunnudagskvöldum er gríðarhörð um þessar mundir en auk hefðbundinna þáttaraða á hinum ýmsu stöðvum Bretlands er Evrópumótið í knattspyrnu í fullum gangi. Í gærkvöldi, kl. 20:00 að breskum tíma, réðust úrslit A riðils þegar Frakkland mætti Sviss og Albanía Rúmeníu.

DEILA Á