Eldspúandi Lamborghini Aventador tekinn af löggunni

199

Eigandi þessa Lamborghini Aventador roadster var nýverið á kvöldrúntinum í Monaco. Þegar hann kom að göngunum frægu, sem meðal annars er ekið í gegnum í Monaco kappakstrinum, gat hann ekki stillt sig um að gefa svolítið í og sýna sig fyrir mannfjöldanum sem naut kvöldsins á götum borgarinnar.

Hann gerði sér hins vegar ekki grein fyrir því að þar sem hann gaf í brunaði hann framhjá ómerktum Citroën C4 lögreglubíl sem umsvifalaust sneri við og hóf eftirför.

Það fylgir ekki sögu hvernig eftirförin gekk en 700 hestafla ítalski ofursportbíllinn ætti ekki að eiga í veseni með hagkvæman C4. Þó er hitt auðvitað líklegra að hann hafi einfaldlega stoppað og fengið sína sekt, enda margfalt lægri en ef hann færi að vera með kúnstir gagnvart laganna vörðum.