Dýrasta samansafn bíla í sögu Fast & Furious

129

Dennis McCarthy er umsjónarmaður ökutækja nýjustu Fast & Furious kvikmyndarinnar, Fast 8, sem meðal annars var tekin upp hérlendis. Í nýju myndbandi sem framleiðendur hafa sent frá sér sýnir McCarthy samansafn bíla og tækja sem notaðir eru við framleiðslu myndarinnar er það er það dýrasta í sögu myndaraðarinnar.

Það er ljóst að aðeins brotabrot bílanna og tækjanna sem birtast í myndinni komu hingað til lands en alls kostar flotinn yfir 17 milljónir dollara, um 2,1 milljarða króna. Dýrasti bíllinn í samansafninu er Nissan IDx Nismo hugmyndabíll en hann er metinn á 2 milljónir dollara, um 246 milljónir króna.

Auk hugmyndabílsins verðmæta má sjá allt frá hot rod bíla til muscle bíla og fokdýrra ofurbíla á borð við twin turbo Lamborghini Gallardo og allt þar á milli.

Það verður samt að segjast að það eru undarlega döpur gæði í bæði mynd og hljóði myndbandsins miðað við að um kvikmyndagerð er að ræða.

Fast 8 verður frumsýnd á næsta ári en með aðalhlutverk fara Vin Diesel, Michelle Rodriguez, Chris „Ludacris“ Bridges og Tyrese Gibson.

DEILA Á