DeLorean Motor Company gerir ráð fyrir að framleiðsla hefjist eftir ár

94
Mynd: Wikimedia Commons.

DeLorean Motor Company gerir ráð fyrir að framleiðsla endurfædds DMC-12 hefjist í apríl eða maí 2017.

Þetta hefur MLive eftir James Espey, varaforseta DMC sem jafnframt segir að framleiðsla muni fara hægt af stað og að aðeins eitt eintak verði framleitt á mánuði til að byrja með. Þegar hámarksafköstum verði náð muni framleiðslan nema um 50 bílum á ári.

Upprunalega DeLorean Motor Company var stofnað á Norður Írlandi 1975 af John DeLorean. Fyrirtækið varð skammlíft og fór á hausinn 1982. Breski frumkvöðullinn Stephen Wynne, stofnaði nýtt fyrirtæki með sama nafni árið 1995 og keypti gamla partalagerinn og réttinn að merki upprunalega fyrirtækisins. Fyrirtæki Wynne er staðsett nærri Houston í Texas. Partalager fyrirtækis Wynne dugar honum til að framleiða um 300 nýja DMC-12 bíla í upprunalegri mynd. Útlitslega verður nýji DeLorean eins og forverinn en í nýja bílnum verður mun öflugri vél auk þess sem bremsur og fjöðrunarkerfi fá uppfærslu.

DEILA Á