Cristiano Ronaldo klessir Pagani Huayra í nýrri auglýsingu

220

Í nýrri Nike auglýsingu með Cristiano Ronaldo í aðalhlutverki lendir Ronaldo í því að rekast á ungan, enskan aðdáanda sinn í hlutverki boltastráks og báðir hér um bil missa meðvitund.

Eftir höggið hefst atburðarás sem er ansi lík söguþræði Lindsay Lohan myndarinnar Freaky Friday þar sem Ronaldo og boltastrákurinn, Lee að nafni, skipta um líkama. Báðir þurfa að takast á við verkefni hins. Lee í líkama Ronaldo þarf þar á meðal að aka 730 hestafla Pagani Huayra með 6.0L bi-turbo Mercedes-AMG V12 á æfingu portúgalska landsliðsins, með misjöfnum árangri.

Árin líða og báðir takast á við nýja áskorun. Lee nýtir sér það að vera í líkama Ronaldo til að skerpa knattspyrnuhæfileika sína en Ronaldo í líkama Lee gerir hann að einum besta knattspyrnumanni enska landsiðsins. Þegar þeir svo lenda aftur í samstuði en nú í leik gegn hvor öðrum snýr allt í rétt horf.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Cristiano Ronaldo og félögum í því portúgalska í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi í kvöld. Vonum að Ronaldo verði jafn góður í leiknum og hann er að aka Huayra…