Can-Am buggy bílar Ken Block

943

Fyrr í ár var Ken Block útnefndur sendiherra Can-Am. Því fylgja ýmis fríðindi, s.s. að fá tæki frá Can-Am til eignar. Tvö þeirra tækja sem Block hefur fengið voru tveggja manna Maverick X RS Turbo og fjögurra manna Maverick MAX RS Turbo buggy bílar af dýrustu og flottustu sort.

Block og kappakstursliðhans, Hoonigan Racing, eru ekki frægir fyrir að láta kyrrt liggja og breyttu tækjunum að sjálfsögðu í takt við önnur tæki í bílskúrum þeirra. Buggyarnir þjóna hvor um sig mjög ólíkum tilgangi en þar sem Hoonigan Racing er staðsett í Utah eru mörg skemmtilegustu leiksvæði Bandaríkjanna nærri. Tveggja manna bílnum var því breytt með hraða að markmiði. Bíllinn fékk Lonestar Racing veltibúr, fjöðrunarkerfi og grjóthlífar, Dragonfire hurðar og stýri, Can-Am brettakanta, Rigid Industries ljós og Beard sérsaum í sæti auk beadlock felgna frá Turbomac og Toyo dekkja.

Fjögurra dyra bílnum vildi Block halda götuskráðum til að geta rúntað um heimabæ sinn Park City, Utah og skutlað börnunum í skólann og félögunum upp fjöll með fjallahjól sín. Sá fékk því Can-Am sportþak, hurðar og framrúðu auk brettakanta og ísaumaðra sæta líkt og styttri bíllinn. Á bílnum er Lonestar Racing grjóthlífar, Rigid Industries ljós, Toyo dekk og að aftan er North Shore hjólagrind.