Bunga á hraðbraut sendi bíla í loftköst

766

Hiti myndaði á laugardag bungu á hraðbraut nærri bænum Little Canada í Minnisota í Bandaríkjunum. Vegamyndavélar náðu myndbandi af atganginum en bungan sendi grandalausa ökumenn í loftköst þegar þeir fóru yfir hana.

Gríðarlegur hiti var í fylkinu um helgina en hann náði 32°C bæði á föstudag og laugardag. Vegagerðin var fljót á staðinn og vegurinn er nú kominn í lag.

DEILA Á