Bugatti Vision Gran Turismo malar við Como vatn

151

Vision Gran Turismo hugmyndabíll Bugatti var til sýnis á Concorso d’Eleganza Villa d’Este fágunarsýningunni við Como vatn á Ítalíu um helgina.

Bíllinn var skapaður sérstaklega til fyrir PlayStation 3 leikinn Gran Turismo 6 og var fyrst sýndur í fyrra.

Það hefur ekki mikið verið gefið út um tæknilýsingu Vision GT en Chiron nær 100 km hraða á aðeins 2,5 sekúndum, þökk sé uppfærðri 8.0L fjór turbo W16 vélar sem áður var í Veyron. Vélin skilar 1.500 hestöflum og togar 1.600 Nm. Chiron vegur nærri tvö tonn, 1.996 kg, og á að ná 420 km hraða.

Þrátt fyrir drjúgan 324 milljón króna verðmiða eru öll 500 eintök Chiron seld sem framleidd munu verða.

Það var margt um að vera við Como vatn um helgina en BMW sýndi 2002 Hommage bíl sinn og Mazda mætti með RX Vision og boðaði framleiðslu hans ef kaupendur virkilega vildu hann.

DEILA Á