Bugatti Veyron eftirmynd á Cars & Coffee

92

Hvað eiga menn til bragðs að taka þegar hjartað þráir Bugatti Veyron en buddan segir nei? Sumir láta staðar numið við þrána en aðrir láta ekki stoppa sig og kaupa eða smíða eftirmyndir líkt og þá sem mætti á Cars & Coffee bílasamkomuna í Pittsburgh um helgina.

Það verður að segjast að þetta er ansi nærri lagi hjá hverjum þeim sem eftirmyndina smíðaði en þar sem hún var byggð á grunni Mercury Cougar sem er talsvert smærri bíll eru hlutföllin ekki upp á tíu. Einnig eru felgurnar víðsfjarri þeim sem Veyron kom á auk þess sem stýrið er ekki eins og á Veyron. Þó náði smíðin miðjustokknum fremur vel.

Hvað svo sem mönnum kann að finnast um svona eftirmyndir vakti bíllinn mikla eftirtekt á samkomunni.