Bugatti Chiron tekur við keflinu af Veyron

1193

Bugatti heimsfrumsýnir Chiron á bílasýningunni í Genf sem hefst í dag og lýsa honum sem aflmesta, hraðskreiðasta og íburðarmesta ofursportbíl heims.

Bíllinn er í nýr í grunninn og heldur áfram þeirri arfleifð sem Veyron skildi eftir sig. Chiron skilar 1.500 hestöflum, tala sem ekki hefur áður sést í framleiðslubíl og togar 1.600 Nm milli 2.000 – 6.000 snúninga á mínútu. Þessar tölur Chiron auk margra tækninýjunga bílsins setja nýjan staðal í bílaframleiðslu.

Chiron er smíðaður til þess að slá hraðaheimsmet framleiðslubíla sem er í dag 415 km/klst, sett af Bugatti Veyron Super Sports árið 2010.

Það er í náttúru mannsins að fara yfir mörk og setja ný met. Að hlaupa 100 m hraðar en áður, að fara lengra út í geim og fara í nýjar víddir. Svona umleitanir eru drifkraftur okkar hjá Bugatti. Chiron er árangur erfiðis okkar við að gera það besta betra.

sagði Wolfgang Dürheimer, forseti Bugatti, við kynningu Chiron.

Chiron er fyrsti ofursportbíll heims til að skila 1.500 hestöflum í götubíl með tog upp á 1.600 Nm milli 2.000 og 6.000 snúninga. Vélin er í hámarkstogi yfir 70% af snúningssviði sínu. Þessum tölum nær 8.0 lítra W16 vél Bugatti sem nú býr yfir enn stærri forþjöppum en líkt og í Veyron eru þær fjórar og vinna í tveimur þrepum en fyrri tvær foþjöppurnar þrýsta lofti inn í vélina upp að 3.800 snúningum en þá bætast hinar tvær við og allar fjórar vinna saman.

Í Top Speed stillingu nær Chiron 420 km hraða en Bugatti hafa sett takmarkara í framleiðslubíla sína við það mark. Chiron er þó fær um talsvert meira að sögn Bugatti.

Ný koltrefjaskelin, nýr aðlögunarhæfur undirvagn, dekk hönnuð af Michelin sérstaklega fyrir Bugatti og aðar tækninýjungar tryggja að Chiron er ekki aðeins meistari hraðans heldur er hann einnig fimur, móðins Bugatti með aksturseignleika sem tryggja hámarks aksturánægju. Og það þótt bíllinn vegi rétt tæp tvö tonn.

Í hönnun Chiron samþættist talvert meira „dýr“ við mikla fegurð. Hönnunarmálið sem Bugatti kynnir til sögunar með Chiron hefur mun gimmari tón sem undirstrikar karakter hins nýja ofursportbíls. Hönnuðum hefur tekist að halda í kjarnaútlit Bugatti og aðlaga það að nýjum tækniþörfum sem fylgja svo hröðum bíl. Chiron er augljóslega Bugatti.

Okkar viðskiptavinir eru afmarkaður hópur bílasafnara sem vilja aðeins það besta. Í Veyron fengu þeir besta framleiðslubíl þess áratugar. Þess vegna eru kröfur þeirra og væntingar til okkar fyrir næsta skref svo háar.

sagði Dürheimer.

Þegar er búið að panta þriðjung þeirra 500 eintaka sem framleidd verða af Chiron.

DEILA Á