Bugatti á bílaþvottastöð

497

Það er ekkert óskiljanlegt við að vilja vera á glansandi bíl, ekki síst ef bíllinn er Bugatti Veyron. En að fara með Veyron á sjálfvirka bílaþvottastöð, eins ágætar og þær eru til síns brúks, er eiginlega glæpsamleg vanræksla.

Eigandi þessa Veyron, sem af númarplötunum að dæma er í Mónakó, ákvað þó að renna sínum í gegn og skeytti í engu um áhrif burstanna á rándýrt lakk bílsins, nú eða vatnsflauminn sem mögulega gat leikið um túrbínukvartett W16 vélarinnar.

Það leið ekki að löngu uns athæfið hafði dregið að sér fjölda áhorfenda því þó þetta sé mögulega ekki það undarlegasta sem hefur sést á bílaþvottastöð sést Veyron ekki á þeim á hverjum degi. Jafnvel þó Veyroninn hafi bara rétt svo sloppið inn í þvottastöðina slapp allt fyrir horn á endanum og ökumaður bílsins þeysti á brott, glaður í bragði á hreinum bíl.

DEILA Á