BMW 2002 Hommage shooting brake

126

BMW hefur haft í nægu að snúast á afmælisárinu en bæverski bílaframleiðandinn er sem kunnugt er aldargamall í ár.

BMW sýndi 2002 Hommage á Concorso d’Eleganza Villa d’Este fágunarkeppninni í lok maí en hann er virðingarvottur við einn ástælasta bíl BMW frá upphafi, 2002 turbo, sem fagnar 50 ára afmæli í ár.

Áður hafði ungverski myndsetjarinn X-Tomi myndsett 2002 Hommage sem cabrio en hann virðist ekki fá nóg af bílnum því nú hefur hann einnig útfært hann með shooting brake lagi.